Tannpína

Eins og þið flest vitið er ég ekki manneskja sem hoppar til tannlæknis þegar ég fer að finna eitthvað til... heldur bít ég á jaxlinn og vona að þetta sjatni nú...

Það er nú ekki vænlegt... Ég er búin að vera að finna fyrir einhverjum þrýstingi í vikunni sem ég hef reynt að leiða hjá mér og kennt þessu endalausa kvefi mínu um... Þetta eyðilagði heldur betur fyrir mér því á laugardaginn fór mér að versna... og á laugardagskvöldinu vorum við á árshátíð OK og ég þurfti að fara snemma heim vegna verkja... á sunnudagsmorgninum vaknaði ég svo kl 7. 40 við helv... tannpínuna sem hefði svo sem verið í lagi á venjulegum sunnudagsmorgni... en þennan sunnudagsmorgun var Hulda í pössun og því engin þörf á að vakna svona snemma...

 Í hádeginu í dag fór ég svo til tannlæknis... Það tók hann 40 mín að deyfa mig... og svo boraði hann... og þegar hann kom að rótinni var víst farið að grafa all svakalega þarna... þannig að núna er ég á pensilíni með opna tönn. Hann ætlar að lappa betur upp á þetta þegar sýklalyfið er búið að taka til þarna...

Oh þetta er það skemmtilegasta sem ég geri...Undecided

Annars var árshátíðin fín... hún var haldin á Hallveigarstígnum og Logi Bergmann var veislustjóri... Hann var bara nokkuð skemmtilegur en gerði, að mér fannst, of mikið í því að vera casual... virkaði stundum eins og hann nennti þessu ekki...

Maturinn þarna var geggjaður... humar og lambafille og svo súkkulaðikaka í desert... geðveikt... við Bjössi uppgötvuðum líka að á barnum flaut allt í mojito...og svei mér ef það læknar ekki bara aðeins tannpínu FootinMouth

 Í volæðinu í gær pikkaði ég svo inn 125 kannanir... sem verður nú að teljast nokkuð gott þar sem fyrra met á einum degi var 50 kannanir... og í augnablikinu er ég búin... Grin en mér skilst að ég geti fengið meira þegar ég vil... sem er svo sem ágætt fyrst ég er að minnka við mig hérna í Kringlunni.

jæja... nóg í bili...

Gunna  tannálfur

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband