fallin...

jæja... ég er sennilega fallin í bloggáskoruninni...

Varð eitthvað svo lasin um daginn... og svo varð svo mikið að gera hjá mér í vinnunum... og svo þurfti ég að undirbúa afmæli... ég á nóg af afsökunum fyrir ykkur ;)

En nóg um það!

Litla skottið mitt varð tveggja ára á mánudaginn... Þessi engill... Ég er búin að vera í nostalgíu undanfarna daga... reynandi að muna hvern einasta verk og pílu sem ég fann fyrir við að koma henni í þennan heim... og í minningunni var þetta allt saman svo yndislegt... já... maður er fljótur að gleyma...

Við héldum tvær afmælisveislur fyrir dömuna, þá fyrri á sunnudeginum fyrir vini... Þar mættu 6 kríli á Huldu aldri og svo nokkur eldri. Það var mjög þægileg veisla og krakkarnir duglegir að leika sér og passa hvort annað. Ég bakaði skúffuköku sem Hulda hjálpaði mér svo að skreyta. Hún var með grænu kremi og Dodda fígúrum.

Seinni veislan var að kvöldi afmælisdagsins. Þá buðum við skyldmennum í kjúklingasúpu ala mömmu og desert ala ömmu. Það fór líka allt saman vel fram þó svo það sé ólíkt þægilegra að halda veislur þegar maður hefur ekki mætt í vinnu fyrripart dags heldur eytt deginum í undirbúning.

Skvísan fékk helling af pökkum... og er í skýjunum með þetta allt saman. Við foreldrarnir gáfum henni stóra stelpu rúm sem ég skreytti með veggmyndum af Dodda. Það er voðalegt sport að sofa í Doddarúminu... við mynduðum hana í bak og fyrir þegar hún var sofnuð að kvöldi afmælisdagsins... þarf að fara að blogga úr tölvunni heima svo ég geti sett eitthvað af þessum myndum hingað inn....

Annars er loksins búið að ráða fyrir mig hérna í Kringlunni... Þannig að næsta vika er síðasta vikan mín á vöktum hérna... hún verður líka þokkalega þægileg þar sem ég verð með starfsmann í þjálfun og get skroppið á klósettið þegar ég þarf oþh :) Já það eru sannarlega fríðindi að komast á klósettið ;)

jæja nóg í bili...

blogga kannski aftur seinna ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband