Heimsóknarhelgin mikla...

Við fjölskyldan höfum verið að taka því frekar rólega undanfarnar helgar. Við höfum bæði verið að vinna frekar mikið og svo bara almenn þreyta og framtaksleysi ráðið ríkjum.

Það er hins vegar ekki hægt að segja hið sama með þessa helgi.

Á laugardagsmorguninn fengum við Lilju og Árna í heimsókn og svo Sigga, Guðrúnu og Signýju Ylfu í kvöldmat. Á milli þeirra heimsókna skutumst við yst á Seltjarnarnesið og heimsóttum Tryggva, Ástu og börn. Skvísan lék á alls oddi og tók sérstakan hringdans þegar hún sá Signýju frænku sína.

Á sunnudaginn fórum við svo út í rigningunni og gáfum öndunum, gæsunum, svönunum og veiðibjöllunum brauð. Var fiðurfénaðurinn óvenju hungraður og greinilegt að fólk er ekki mikið að gera sér ferð til þeirra í rigningu og roki. Eftir Huldulúr fórum við svo í tveggja ára afmæli til Kristnýjar Elnu. Það var voða gaman og mikið gott að borða Whistling

 Nú þarf maður bara að fara að undirbúa afmælið hennar Huldu!!! Ég fékk nokkrar hugmyndir að veitingum í veislunni um helgina. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að krílið mitt sé að verða tveggja ára... mér finnst svo ótrúlega stutt síðan hún fæddist en samt eins og ég hafi ALLTAF átt hana!

Svo eiga Árni Þór og Eddi bróðir afmæli á sunnudaginn... spurning hvort það verði einhver veisluhöld um helgina!

Spurning...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband