Ni gakki gögu

Við Hulda Sóley bökuðum í fyrsta skipti saman í gær. Þetta átti að vera tilraunabakstur fyrir afmælið hennar þar sem sykri var skipt út fyrir eplamauk. Við mæðgur settum á okkur svuntur og hafist var handa við að stappa banana og vigta þurrefnin. Hulda stóð sig mjög vel í þessu öllu saman og sturtaði samviskusamlega hinu og þessu út í deigið. Við vorum að baka bananamúffur með kryddkökustíl og var hún rosalega ánægð með það að mega setja út í svo til allar tegundir af bökunarkryddi sem hún fann í skúffunni. Hún ætlaði hins vegar ekki að skilja það að muffinsformin, sem mamma sagði að ættu að nota fyrir kökuna, mættu ekki fara út í deigið... og þurfti ég trekk í trekk að týna þau upp úr.

Þegar deigið var komið saman og búið að taka myndir smelltum við þessu í sameiningu í muffinsformin og svo inn í ofn. Hulda þurfti aðeins að smakka deigið við þetta en fannst það greinilega ekki gott því hún bað mömmu um að þvo tunguna á eftir. Kökurnar fóru í ofninn og svakalega góð lykt barst um allt húsið. Þegar þær komu úr ofninum harðneitaði daman hins vegar að smakka afraksturinn... og þegar henni var boðin kaka í eftirrétt eftir kvöldmatinn sagði hún ni gakki gögu (nei takk köku Blush )  Og þessi orð vaknaði hún með á vörunum í morgun.... ni gakki gögu mamma... ekki makka... (ekki smakka) Ég er nú svolítið sár... því þetta voru nú ágætis kökur, þó svo þær minntu kannski meira á brauð vegna lítils sykurinnihalds. Markmiðið mitt í dag er að fá dömuna til að smakka... nú er bara að sjá hvor er þrjóskari... gæti verið að ég gefi mig þar sem það er nú kannski ekki alveg eðlilegt að neyða börn til kökuáts Tounge

Ef mér tekst ekki að fá hana til að smakka þarf ég kannski að endurskoða kökulistann fyrir afmælið... það er eiginlega ekki hægt að afmælisbarnið segi bara ni gakki göku á afmælinu sínu Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leedsarinn

Ef þér gengur ekki að neyða kökuna oní stelpuna um helgina, þá mætum við Lilja bara í heimsókn.  Hulda hlýtur að treysta sér til að smakka ef Lilja gerir það

Leedsarinn, 19.10.2007 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband