Jæja... Árni Þór hefur tekið áskoruninni minni um meira blogg... og höfum við ákveðið okkar á milli að blogga tvisvar í viku. Videó- og myndablogg teljast ekki með og one-linerar eru bannaðir. Við höfum ekki ákveðið refsingu ef annað okkar skorast undan áskoruninni... en allar hugmyndir eru vel þegnar.
Þið getið fylgst með blogginu hans Árna á www.leedsarinn.com.
Við Bjössi og Hulda skruppum í Ikea á sunnudaginn og versluðum aðeins fyrir brúðargjafapeningana okkar. Við fengum okkur kommóðu og ljósakrónu yfir eldhúsborðið, því síðan við fengum okkur stærra eldhúsborð hefur Hulda Sóley borðað í myrkri. Það er hins vegar búið að taka tímann sinn að koma þessum hlutum upp... Þegar Bjössi byrjaði að púsla saman kommóðunni kom í ljós að önnur hliðin á henni var marin. Var því ljóst að við þurftum að fara aðra ferð í Ikea og ákváðum við nú að tékka á ljósakrónunni fyrst til að þurfa þá ekki að fara aðra ferð í Ikea væri hún gölluð... og jú... það var sprunga í skerminum. Við fórum því í agalega langa skilað og skipt röð eftir vinnu í gær. Gengum út með nýja varahluti í græjurnar okkar og Bjössi hélt áfram að púsla. Þegar kom að því að setja skúffurnar í kommóðuna kom í ljós að ein skúffubrautin var eitthvað gölluð og skúffan því stíf og skökk. Einnig kom í ljós að eitt járnið á ljósakrónunni var illa beyglað. Þannig að jú... Bjössi fór aftur í Ikea í dag. Þá hafði ljósakrónan sem notuð var í varahluti í gær verið send í eitthvað galla-vöru-ferli og þurfti því að opna nýjan kassa fyrir þetta stykki. Ég veit ekki hvort þurfti líka að opna nýja kommóðu en hlutirnir eru amk komnir saman núna...
Mér finnst þetta svo agalega algengt... að maður fái gallaða vöru í Ikea... Ekki er þetta nú ódýrt fyrir þá að þurfa alltaf að bæta gölluðu vörurnar með því að opna nýjar vörur... væri ekki bara ódýrara fyrir þá að hafa aðeins betra gæðaeftirlit og þurfa ekki að standa í þessari vitleysu?
Jæja... er þetta ekki orðið löglegt blogg? Yfir til þín Árni
Gunns
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hehe, mér sýnist þú nú hafa orðið ansi gott forskot á hann Árna... ;)
Sigrún (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.