Það er að koma árið 2008!!!

Mikið rosalega líður tíminn hratt. Það var mánudagur í gær og í dag er kominn laugardagur. Tíminn flýgur áfram og kannski vissara að fara að panta pláss á elliheimili!!! Eða amk að fara að huga að sal undir ferminguna hennar Huldu.

Ég fékk smá sjokk í fyrradag þegar ég var að stimpla "rauða kortið" fyrir viðskiptavin og á því stóð 3. janúar 2007. Það merkir það að það eru innan við 3 mánuðir í árið 2008!!! Þegar maður var yngri sá maður fyrir sér að árið 2010 væru hér ekkert nema vélmenni og að bílarnir myndu keyra um í loftinu... alveg eins og sýnt var í bíómyndunum... ég er hins vegar ekki alveg að sjá það fyrir mér núna... Núna er það meira svona 2050!

Það ótrúlegasta er eiginlega að tíminn virðist líða svona hratt án þess að ég eldist nokkuð... Mér finnst ég ekkert hafa breyst frá því ég byrjaði í HR fyrir tæplega 10 árum, þá rúmlega tvítug. Ég man hins vegar hvað mér fannst þær í bekknum mínum sem voru um þrítugt miklar konur, komnar með mann og börn, eitthvað sem mér fannst ótrúlega fjarri... en nú er ég komin í sama pakkann... á leið í háskólann, komin með mann og ban... án þess að hafa í raun elst nokkuð... að mér finnst... Kissing

 Skrítið ekki satt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Gunna, annað ellimerki er svo þegar litlu börnin sem maður passaði í "gamla daga" eru farin að keyra framhjá manni með börnin sín í bílnum...

Sigrún (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 12:28

2 Smámynd: Gunnso

OMG hver var það?

Gunnso, 9.10.2007 kl. 22:57

3 identicon

Sko, aldur er afstæður... ekki satt?

Litlu börnin voru reyndar ekkert mjög lítil þegar við pössuðum þau, og reyndar voru þau bara eitt, þannig að réttara væri að tala um litla barnið, eða bara barnið ef út í það er farið...  Við vorum heldur kannski ekki beint að passa akkúrat þetta barn, heldur annað/önnur á sama heimili...  En þetta barn, engu að síður, keyrði framhjá mér með barnið sitt í bílnum fyrir nokkrum árum!  Og ég er ekki frá því að gráu hárunum hafi barasta fjölgað nokkuð við þá sjón... 

Sigrún (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband